Umsvif Rússa aukast á norðurslóðum

Nýi ísbrjótur Rússa.
Nýi ísbrjótur Rússa. AFP

Tveir nýir kjarnaknúnir ísbrjótar verða teknir í gagnið bráðlega í Rússlandi, sá fyrri í desember og hinn síðari í lok árs 2024.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hélt athöfn í St. Pétursborg í tilefni þess.

Umsvif Rússa á norðurslóðum halda áfram að aukast en þrátt fyrir slæmar efnahagshorfur telur Pútín uppbyggingu á norðurslóðum mögulega með innlendum hrávörum og framleiðslu.

173 metrar á lengd

Ísbrjótarnir eru gríðarlega stórir, um 173 metrar á lengd og geta brotið sér leið í gegnum tæplega þriggja metra þykkan ís.

Pútín lagði áherslu á mikilvægi þess að opna norðursjávarleið sem myndi gera skipum sem sigla frá Asíu kleift að stytta ferðatíminn sinn um 15 daga, í stað þess að fara í gegnum Suez-skurðinn.

Síðastliðin ár hafa yfirvöld í Rússlandi varið háum fjárhæðum í uppbyggingu á norðurslóðum en innrás Rússa í Úkraínu hefur gert uppbyggingu þar enn mikilvægari fyrir landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert