Árið í ár er það heitasta sem mælst hefur í Frakklandi, að því er kemur fram í tilkynningu frá frönsku veðurstofunni.
Hiti var víða mjög hár í hitabylgjum í Frakklandi frá því í maí og fram í október. Því fylgdu meðal annars skógareldar í norðvestur Brittany.
Áætlað er að meðalhiti í ár verði á milli 14,2 gráðum og 14,6 gráðum, eftir því hvert hitastigið verður í desember. Heitasta árið í Frakklandi hingað til var árið 2020 en þá var meðalhitinn 14,07 gráður.
Ef spár Sameinuðu þjóðanna fyrir í árið í ár rætist verður meðalhiti hvers einasta árs eftir árið 2015 heitara heldur en öll ár þar á undan síðan mælingar hófust.
Í skýrslu frá Alþjóða veðurfræðistofnuninni í nóvember kemur fram að hiti á jörðinni hafi hækkað um 1,1 gráðu síðan í lok 19. aldar, og að um það bil helmingur þeirrar hitaukningar hafi orðið á síðustu þremur áratug.
Um 95% hitaaukningarinnar er vegna gróðurhúsalofttegunda.