Leynileg skjöl í tengslum við morðið á Bandaríkjaforsetanum John F. Kennedy í nóvember árið 1963 voru birt í gær. Hvíta húsið á þó enn eftir að birta þúsundir skjala af þjóðaröryggisástæðum.
Alls voru 13.173 skjöl gerð opinber í gær, til viðbótar við þau sem þegar hafa verið gerð opinber, og þar með hafa 97 prósent skjala í tengslum við morðið verið birt opinberlega. Í heildina eru þau um fimm milljónir talsins.
The batch of secret government files related to President Kennedy’s assassination — 13,173 documents — were posted by the National Archives, five years after the documents were originally required by law to be publicly disclosed. https://t.co/TZ8AkiIkHC
— The Washington Post (@washingtonpost) December 16, 2022
Warren-nefndin sem rannsakaði skotárásina sem var gerð í borginni Dallas komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harwey Oswald hafi verið einn að verki.
Sú niðurstaða varð þó ekki til þess að fækka samsæriskenningum vegna málsins.
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að „takmörkuðum“ fjölda skjala verði áfram haldið leyndum, að ósk ótilgreindra „stofnana“.