Íbúar í Klaksvík í Færeyjum hafa þurft að rýma heimili sín vegna nokkurra aurskriða úr hlíðinni ofan við bæinn en hætta er talin á frekari skriðuföllum.
Hefur sveitarfélagið látið þau boð út ganga að íbúar þeirra húsa sem efst standa í Klaksvík, Ánunum og Norðoyri hafi sig á brott frá húsunum án tafar, eða „fara frá húsum beinanvegin“ eins og það er orðað á vefsíðu dagblaðsins Dimmalætting.
Eins greindi fjölmiðillinn In.fo frá því að vegfarandi hefði orðið fyrir einni skriðunni í dag en sloppið með skrekkinn. Greinir Dimmalætting frá því að miðillinn hefði ekki getað rætt við formann almannavarnanefndar Klaksvíkur, tilbúgvingarleiðaran, en á heimasíðu sveitarfélagsins væri greint frá því að nefndin fylgdist með stöðu mála.