ESB kynnir verðþak á jarðefnaeldsneyti

Miðað verður við að ekki skuli fást greiddar meira en …
Miðað verður við að ekki skuli fást greiddar meira en 180 evrur, eða rúmar 27 þúsund krónur, fyrir hverja megavatt klukkustund. KENZO TRIBOUILLARD

Orkumálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa loks komið sér saman um verðþak á jarðefnaeldsneyti. Viðbrögð frá Rússlandi létu ekki á sér standa, en stjórnvöld þar hafa lýst því yfir að verðþakið sé óviðunandi. 

Miðað verður við að ekki fáist greiddar meira en 180 evrur, eða rúmar 27 þúsund krónur, fyrir hverja megavattklukkustund. 

Sá varnagli er þó sleginn að Evrópuráðinu er heimilt að víkja frá verðþakinu ef áhættan er meiri en ábatinn. 

Umdeildar aðgerðir

Markmiðið með verðþakinu er að vinna bug á orkukreppunni sem skekur nú meginland Evrópu og á rætur að rekja til innrásar Rússlands í Úkraínu. Aðildarríki Evrópusambandsins óttast að þeim muni ekki takast að fylla gastankana í tæka tíð fyrir næsta vetur. 

Verðþakið tekur gildi 15. febrúar og verður endurskoðað að ári liðnu, þ.e. 15. febrúar 2024. 

Um þessar mundir stendur verðið í 120 evrum á megavattklukkustund, en á tímabili í vetur náði það rúmlega 340 evrum. 

Ákvörðunin er umdeild, þar sem annars vegar heyrast raddir um að verðþak sé skynsamleg og nauðsynleg aðgerð til að þvinga verðið niður. Hins vegar hafa aðrir lýst yfir áhyggjum af því að verðþakið verði til þess að framleiðendur leiti á aðra markaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka