Ástandið í Kósovó er óstöðugt og hársbreidd frá því að átök brjótist út milli Serbíu og Kósovó. Þetta segir Ana Brnabic, forsætisráðherra Serbíu. Mikil spenna ríkir á milli landanna en Kósovó var eitt sinn hluti af Serbíu.
„Við erum að reyna okkar besta að halda í friðinn en við erum á barmi stríðs, þökk sé yfirvalda Kósovó,“ segir Brnabic.
Albanskur meirihluti Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 en yfirvöld í Serbíu viðurkenna ekki landið og hafa hvatt íbúa Serbíu til þess að fara ekki eftir lögum og reglum Kósovó.
Mörg hundruð Serbar eru hneykslaðir vegna handtöku fyrrverandi lögreglumanns og tepptu umferð 10. desember í Norður-Kósovó þar sem meirihluti íbúa telja sig serbneska af uppruna.
Þessi aðgerð lamaði samgöngur á milli landanna. Mótmælin voru leyst upp og vegtálmum komið fyrir. Klukkutímum síðar bárust þrjár tilkynningar um skotárásir að lögreglu nálægt landamærunum.
Yfirvöld í Serbíu biðluð til friðarliða í Kósovó að greiða leið serbneska hersins og lögreglu í landið en forseti Serbíu telur ólíklegt að fallist verði á þetta.
Spennan magnaðist þegar Kósovó setti á dagskrá sveitarstjórnarkosningar, 18. desember, í héraði þar sem meirihluti er upprunalega frá Serbíu. Nokkrum dögum eftir mótmælin ákvað forseti Kósovó að fresta kosningunum þangað til í vor.
Þrátt fyrir að spennan hafi haldist sú sama síðustu daga, hefur öryggistóm myndast eftir að Serbar í opinberum öryggisstörfum sögðu upp til þess að mótmæla upptöku bílnúmera frá Kósovó.
Friðarliðar hafa hlaupið undir bagga í Norður-Kósovó til þess að tryggja öryggi íbúa.