Serbía og Kósovó á barmi vopnaðra átaka

Serbar mótmæltu handtökunni með því að loka vegum að Kósovó.
Serbar mótmæltu handtökunni með því að loka vegum að Kósovó. AFP

Ástandið í Kó­sovó er óstöðugt og hárs­breidd frá því að átök brjót­ist út milli Serbíu og Kó­sovó. Þetta seg­ir Ana Brna­bic, for­sæt­is­ráðherra Serbíu. Mik­il spenna rík­ir á milli land­anna en Kó­sovó var eitt sinn hluti af Serbíu.

„Við erum að reyna okk­ar besta að halda í friðinn en við erum á barmi stríðs, þökk sé yf­ir­valda Kó­sovó,“ seg­ir Brna­bic.

Albansk­ur meiri­hluti Kó­sovó lýsti yfir sjálf­stæði árið 2008 en yf­ir­völd í Serbíu viður­kenna ekki landið og hafa hvatt íbúa Serbíu til þess að fara ekki eft­ir lög­um og regl­um Kó­sovó.

Skotárás­ir að lög­reglu

Mörg hundruð Ser­bar eru hneykslaðir vegna hand­töku fyrr­ver­andi lög­reglu­manns og tepptu um­ferð 10. des­em­ber í Norður-Kó­sovó þar sem meiri­hluti íbúa telja sig serbneska af upp­runa.

Þessi aðgerð lamaði sam­göng­ur á milli land­anna. Mót­mæl­in voru leyst upp og vegtálm­um komið fyr­ir. Klukku­tím­um síðar bár­ust þrjár til­kynn­ing­ar um skotárás­ir að lög­reglu ná­lægt landa­mær­un­um.

Yf­ir­völd í Serbíu biðluð til friðarliða í Kó­sovó að greiða leið serbneska hers­ins og lög­reglu í landið en for­seti Serbíu tel­ur ólík­legt að fall­ist verði á þetta.

Friðarliðar frá Þýskalandi í Kósovó.
Friðarliðar frá Þýskalandi í Kó­sovó. AFP

Friðarliðar hlaupa und­ir bagga

Spenn­an magnaðist þegar Kó­sovó setti á dag­skrá sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, 18. des­em­ber, í héraði þar sem meiri­hluti er upp­runa­lega frá Serbíu. Nokkr­um dög­um eft­ir mót­mæl­in ákvað for­seti Kó­sovó að fresta kosn­ing­un­um þangað til í vor.

Þrátt fyr­ir að spenn­an hafi hald­ist sú sama síðustu daga, hef­ur ör­yggis­tóm mynd­ast eft­ir að Ser­bar í op­in­ber­um ör­ygg­is­störf­um sögðu upp til þess að mót­mæla upp­töku bíl­núm­era frá Kó­sovó.

Friðarliðar hafa hlaupið und­ir bagga í Norður-Kó­sovó til þess að tryggja ör­yggi íbúa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert