Gámamúrinn verður fjarlægður

Veggurinn er sjö km langur og telur um 915 gáma.
Veggurinn er sjö km langur og telur um 915 gáma. AFP

Yf­ir­völd í Arizona-ríki í Banda­ríkj­un­um hafa ákveðið að fjar­lægja stærðar­inn­ar vegg, sem er bú­inn til úr flutn­ingagám­um, sem ligg­ur við landa­mær­in að Mexí­kó. Ákvörðunin er tek­in í kjöl­far mót­mæla. 

Re­públi­kan­inn Doug Ducey, sem er rík­is­stjóri Arizona, lét reisa vegg­inn. Hann hélt því fram að vegg­ur­inn gæti dregið úr flæði flótta­fólks yfir landa­mær­in til Banda­ríkj­anna. Þessu var mót­mælt harðlega og var ákvörðunin m.a. kærð til dóm­stóla. 

Rúm­lega 900 gám­ar eru í veggn­um og kostaði fram­kvæmd­in skatt­greiðend­ur um 80 millj­ón­ir dala, sem jafn­gild­ir um 11 millj­örðum kr. 

AFP

Landa­mæri Arizona að Mexí­kó eru 600 km löng. Frá ár­inu 2017 hafa víða verið reist­ar girðing­ar meðfram landa­mær­un­um, eða frá því Don­ald Trump var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna. 

Ducey hóf fram­kvæmd­ina í Corona­do-þjóðgarðinum fyrr á þessu ári til að bregðast við því sem hann kallaði óheilla­væn­lega aukn­ingu flótta­fólks fyr­ir landa­mær­in. 

Fram kem­ur í um­fjöll­un er­lendra miðla, að töl­ur sýni fram á fjölg­un á óskráðu fólki sem hef­ur reynt að kom­ast yfir landa­mær­in í suðri á und­an­förnu ári. 

AFP

Þrátt fyr­ir það fór banda­ríska ríkið í máli við Ducey í síðustu viku á þeim grund­velli að vegg­ur­inn, sem er sjö km lang­ur, hefði verið reist­ur með ólög­mæt­um hætti á landi í eigu banda­ríska al­rík­is­ins. Auk þess hefði ekki feng­ist heim­ild til verks­ins. 

Sam­komu­lag náðist í gær í mál­inu þar sem yf­ir­völd í Arizona lýstu því yfir að þau muni fjar­lægja vegg­inn, og að stefnt verði að því að ljúka því í byrj­un janú­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert