Vonast eftir friðarviðræðum í febrúar

Ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, Dmítró Kúleba, á fundi NATO í nóvember.
Ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, Dmítró Kúleba, á fundi NATO í nóvember. AFP/Daniel Mihailescu

Úkraínsk yfirvöld vonast eftir að halda friðarviðræður í lok febrúar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og að António Guterres, aðalritari SÞ, stjórni viðræðunum. 

Þetta hefur The Guardian eftir ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, Dmítró Kúleba.

Kúleba sagði að rússneskum yfirvöldum yrðu einungis boðið að vera viðstödd viðræðurnar ef að réttað yrði yfir rússneska ríkinu af stríðsglæpadómstól fyrst.

Þá sagði hann að heimsókn Volódímír Selesnkí ­for­seta til Bandaríkjanna í síðustu viku hefði heppnast vel og að Bandaríkjastjórn hefði gert sérstaka áætlun þess efnis að Patriot-loftvarnarkerfið yrði tilbúið til notkunar í Úkraínu innan sex mánaða. Að jafnaði tekur það eitt ár.

Diplómatískar lausnir spili stórt hlutverk

Kúleba sagði að Úkraína muni gera allt í sínu valdi til að sigra stríðið árið 2023. Hann bætti við að diplómatískar lausnir muni spila stórt hlutverk. 

„Öll stríð enda á diplómatískan hátt. Öll stríð enda vegna aðgerða á vígvellinum og við samningsborðið.“

Kúleba sagði að hann vonaðist til að friðarviðræðurnar yrðu haldnar er eitt ár er liðið frá því að stríðið hófst, 24. febrúar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert