Stjórnvöld í Kænugarði segja að loftvarnarkerfi hafi skotið niður allar 16 eldflaugarnar sem Rússar beindu að úkraínsku höfuðborginni í morgun.
„Sextán eldflaugar sáust yfir Kænugarði. Allar 16 eldflaugarnar voru skotnar niður,“ sagði í tilkynningu frá úkraínska hernum.
Þar kom einnig fram að brak úr eldflaugum hafi skemmt þrjú hús í einkaeigu og bíl.
Að sögn Mykhalio Podolyak, ráðgjafa Úkraínuforseta, var yfir 120 eldlaugum skotið á borgir víðsvegar um Úkraínu í morgun og þeim beint að innviðum og almennum borgurum.
40% íbúa í Kænugarði eru án rafmagns eftir árásirnar, að sögn borgarstjórans Vitalí Klitschko.