Byrjað að sprengja á ný

AFP

Loftárásir hafa verið gerðar á borgir í Úkraínu í dag þrátt fyrir yfirlýsingar Pútíns Rússlandsforseta um 36 klukkustunda vopnahlé í dag.  

Pútín greindi frá því fyrr í vikunni að leggja ætti niður vopn frá kl. 9 að íslenskum tíma í dag og það hefði verið í fyrsta sinn sem algjört hlé sé gert á árásum Rússa frá því þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári.

Fréttamenn AFP í Úkraínu segjast hafa heyrt sprengjur lenda í borginni Bakhmut í austurhluta landsins, skömmu eftir að vopnahléið átti að hafa tekið formlegt gildi. 

Einnig hafa Rússar gert árásir á Kramatorsk í Úkraínu. 

Pútín fyr­ir­skipaði að bar­dög­um skyldi hætt í 36 klukku­stund­ir á meðan á jóla­hátíð rétt­trúnaðar­kirkj­unn­ar stæði. Skipunin kom skömmu eftir að herlið Rússa mátti þola sitt mesta mannfall frá því stríðið hófst. Á sama tíma hafa bandamenn Úkraínumanna heitið að senda fleiri brynvarin ökutæki og önnur vopn, þar á meðal Patriot-eldflaugar, til að aðstoða stjórnvöld í Úkraínu í stríðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert