„Dómsdagsklukkan“ aldrei verið nær miðnætti

00:00
00:00

„Dóms­dags­klukk­an“ hef­ur aldrei verið nær miðnætti eft­ir að fræðimenn vís­inda­rits­ins, Bull­et­in of the Atomic Scient­ists (BPA), færðu vís­ana úr 100 sek­únd­um í miðnætti og yfir í 90 sek­únd­ur í miðnætti.

Sög­una bak við dóms­dags­klukk­una má rekja aft­ur til árs­ins 1947 þegar hóp­ur kjarn­orku­vís­inda­manna kom sam­an í Chicago og út­bjó „dóms­dags­klukku“, sem átti að gefa til kynna hversu nærri heim­ur­inn stæði hyl­dýpi kjarn­orku­styrj­ald­ar, eða „miðnætt­inu" í sögu mann­kyns. Upp­haf­lega var klukk­an stillt á sjö mín­út­ur í miðnætti. 

Ákvörðunin um að færa vís­ana nú er tek­in í ljósi stríðsins í Úkraínu, lofts­lags­vár og auk­inn­ar hættu á kjarn­orku­stríði. 

Á hverju ári tek­ur fagráð BPA ákvörðun um að færa vís­ana fram eða aft­ur, en í fagráðinu sitja meðal ann­ars ell­efu Nó­bels­verðlauna­haf­ar. 

Fagráð BPA samanstendur meðal annars af ellefu Nóbelsverðlaunahöfum.
Fagráð BPA sam­an­stend­ur meðal ann­ars af ell­efu Nó­bels­verðlauna­höf­um. AFP/​Anna Mo­neyma­ker

Klukk­an var stillt á 100 sek­únd­ur í miðnætti árið 2020 og og hafði þá aldrei verið nær miðnætti, fyrr en nú. 

Hún var stillt lengst frá miðnætti árið 1991, eft­ir lok kalda stríðsins, er hún var stillt 17 mín­út­ur í miðnætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert