Réðst inn í kirkju vopnaður sveðju - Einn látinn

Einn lést í árásinni og fjölmargir slösuðust. Einn er í …
Einn lést í árásinni og fjölmargir slösuðust. Einn er í lífshættulegu ástandi. AFP

Árásarmaður klæddur síðum kufli og vopnaður eggvopni gekk inn í San Isidro kirkjuna í hafnarborginni Algeciras í suðurhluta Andalúsíu á Spáni rétt fyrir klukkan átta í kvöld og réðst þar að viðstöddum.

Einn kirkjuþjónn lést í árásinni og fjölmargir særðust, þar með talið prestur. Einn þeirra særðu er í lífshættulegu ástandi. Árásarmaðurinn var handtekinn af lögreglu á svæðinu og stendur rannsókn yfir en óvitað er hvað vakti fyrir árásarmanninum.

Vegfarandi sem varð vitni að árásinni sagði í samtali við fréttastofu AFP að árásarmaðurinn hafði verið klæddur síðum kufli og hafði öskrað eitthvað á meðan hann framdi voðaverkið. Vitni sögðu við fjölmiðla á svæðinu að maðurinn hafi verið vopnaður sveðju eða samúræjasverði.

San Isidro kirkjan í hafnarborginni Algeciras í suðurhluta Andalúsíu á …
San Isidro kirkjan í hafnarborginni Algeciras í suðurhluta Andalúsíu á Spáni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert