Þrír stungnir í Kaupmannahöfn

Enn er ekkert sem bendir til þess að árásirnar séu …
Enn er ekkert sem bendir til þess að árásirnar séu tengdar. mbl.is/Inga Þóra

Tvær stungu­árás­ir hafa verið framd­ar í Kaup­manna­höfn, höfuðborg Dan­merk­ur, í dag.

Dansk­ir miðlar á borð við Danska rík­is­út­varpið og Ekstra Bla­det greina frá.

Fram­in í mat­vöru­versl­un

Fyrri árás­in átti sé stað í mat­vöru­versl­un við göt­una Nør­re­broga­de. Tveir ung­ir karl­menn særðust í henni, þeir eru 21 árs og 23 ára. Sá yngri er al­var­lega slasaður. Ekki er vitað hvort hinir særðu þekk­ist.

Eng­inn hef­ur verið hand­tek­inn vegna árás­ar­inn­ar og leit­ar lög­regl­an nú árás­ar­manns­ins. Vitni eru beðin um að hafa sam­band við lög­reglu.

Einn hand­tek­inn vegna seinni árás­ar­inn­ar

Seinni árás­in var fram­in við göt­una Adelga­de. Einn ein­stak­ling­ur særðist í þeirri árás, hann er ekki al­var­lega særður. Einn hef­ur verið hand­tek­inn.

Enn er ekk­ert sem bend­ir til þess að árás­irn­ar tvær séu tengd­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert