WHO: Alþjóðlegt neyðarástand ríkir enn

Líklega eru tímamót í Covid-19 faraldrinum, að mati nefndarinnar.
Líklega eru tímamót í Covid-19 faraldrinum, að mati nefndarinnar. AFP/Arun Sankar

Í dag eru þrjú liðin frá því að Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) lýsti yfir hæsta mögu­lega viðbúnaðarstigi á alþjóðavísu vegna Covid-19 heims­far­ald­urs­ins. Þó lítið beri á tak­mörk­un­um um þess­ar mund­ir víða í heim­un­um tel­ur stofn­un­in að enn sé um alþjóðlegt neyðarástand að ræða.

Fram­kvæmda­stjóri WHO seg­ir mikl­ar fram­far­ir hafa átt sér stað á einu ári og að alþjóðasam­fé­lagið sé mun bet­ur statt núna, sam­an­borið við árs­byrj­un 2022, þegar Ómíkron-bylgj­an stóð sem hæst og um 70 þúsund dauðsföll voru til­kynnt viku­lega til stofn­un­ar­inn­ar.

Alls hafa 752 millj­ón staðfest Covid-smit verið til­kynnt til WHO frá upp­hafi heims­far­ald­urs­ins og 6,8 millj­ón­ir dauðsfalla. Stofn­un­in tel­ur þó senni­legt að fjöld­inn sé mun meiri í reynd.

Tíma­mót í far­aldr­in­um

Neyðar­nefnd um Covid-19 á veg­um heil­brigðisráðs Sam­einuðu þjóðanna fundaði á föstu­dag­inn í 14. skiptið frá upp­hafi heims­far­ald­urs­ins.

Í kjöl­far fund­ar­ins gaf WHO út yf­ir­lýs­ingu þar sem haft er eft­ir fram­kvæmda­stjór­an­um Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us að enn sé tal­in ástæða fyr­ir því að neyðarástand ríki vegna sjúk­dóms­ins á alþjóðavísu.

Þá kom einnig fram að lík­lega væri komið að tíma­mót­um í far­aldr­in­um. Ghebr­eyes­us seg­ir öll ráð nefnd­ar­inn­ar, um hvernig megi tak­ast á við þess­ar breyt­ing­ar og einnig draga úr nei­kvæðum af­leiðing­um, vel þegin.

Rúm­ur helm­ing­ur til­kynntra dauðsfalla í Kína

Þegar Ómíkron-bylgj­an stóð sem hæst fyr­ir ári síðan voru 70 þúsund dauðsföll til­kynnt til WHO í hverri viku, að sögn Ghebr­eyes­us.

Í októ­ber á síðasta ári var viku­leg­ur fjöldi til­kynntra dauðsfalla kom­inn niður fyr­ir 10 þúsund en hann tók að hækka á ný í des­em­ber þegar að stjórn­völd í Kína hófu að slaka veru­lega á sam­komutak­mörk­un­um.

Um miðjan janú­ar voru um 40 þúsund dauðsföll til­kynnt og má rekja rúm­an helm­ing þeirra til Kína. Ghebr­eyes­us taldi þó lík­legt að dauðsföll­in þar væru mun fleiri en þess­ar töl­ur gefa til kynna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert