Úkraínumenn skipta um varnarmálaráðherra

Oleksí Rezni­kov, núverandi varnarmálaráðherra Úkraínu.
Oleksí Rezni­kov, núverandi varnarmálaráðherra Úkraínu. AFP/Sergei Supinsky

Oleksí Rezni­kov, varn­ar­málaráðherra Úkraínu, verður vikið úr starfi og Kyrylo Budanov,  yf­ir­maður leyniþjón­ustu úkraínska hers­ins, gerður að ráðherra í hans stað. 

Þetta er haft eftir Dav­id Arak­hamia, formanni Þjóns fólks­ins sem er flokk­ur Volodimír Selenskí for­seta.

„Stríð ræður starfsmannastefnunni,“ sagði Arakhamia. 

„Tími og aðstæður krefjast endurskipulagningar. Þetta er að gerast núna og mun halda áfram að gerast í framtíðinni,“ bætti hann við án þess að segja til um hvenær Budanov mun taka við embættinu. 

Rezni­kov verður gerður að ráðherra atvinnumála en hann hefur gegnt embætti varnarmálaráðherra frá því í nóvember árið 2021. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert