Fjórði óþekkti hluturinn skotinn niður

Herþotur bandaríska flughersins sinntu verkefninu.
Herþotur bandaríska flughersins sinntu verkefninu. AFP

Banda­ríski flug­her­inn hef­ur skotið niður, eða „gert óvirk­an“, óþekkt­an hlut sem fannst óvel­kom­inn inn­an loft­helg­inn­ar á landa­mær­um Banda­ríkj­anna og Kan­ada í kvöld.

Þetta staðfest­ir þingmaður full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings fyr­ir hönd Michigan.

Þjóðin á skilið betri svör

Hann kveðst í tísti þakk­lát­ur fyr­ir af­drátt­ar­laus­ar aðgerðir flug­her­mann­anna, en gagn­rýn­ir jafn­framt tak­markað upp­lýs­ingaflæði til óbreyttra Banda­ríkja­manna. 

„Banda­ríska þjóðin á skilið mun betri svör en hafa verið veitt.“

Nán­ari upp­lýs­inga að vænta

Þing­kon­an El­issa Slotkin skýrði frá því skömmu áður að hún hefði rætt sím­leiðis við yf­ir­mann varn­ar­mála hjá banda­rísk­um stjórn­völd­um, og að her­inn hefði vök­ult auga með hlutn­um, sem væri búið að finna fyr­ir ofan vatnið Huron. 

Skjá­skot/​Flig­htra­dar

Fyrr í kvöld greindi mbl.is frá því að nýju svæði inn­an loft­helgi Banda­ríkj­anna og Kan­ada hefði verið lokað vegna loft­varnaaðgerða. 

Gögn á vefn­um Flig­htra­dar sýndu hvernig eldsneyt­is­birgðavél banda­ríska flug­hers­ins flaug þar um, en slík­ar vél­ar eru notaðar til að fylla á eldsneyt­i­stanka orr­ustuþotna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert