Stoltenberg ætlar að hætta í október

Jens Stoltenberg fyrr í þessum mánuði.
Jens Stoltenberg fyrr í þessum mánuði. AFP/Kevin Dietsch/Getty

Jens Stoltenberg ætlar að hætta sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, í október næstkomandi.

Talsmaður NATO greindi frá þessu.

„Kjörtímabil Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra hefur verið framlengt þrívegis og hann hefur verið í starfi í næstum níu ár,“ sagði talskonan Oana Lungescu.

„Kjörtímabil framkvæmdastjórans lýkur í október á þessu ári og hann hefur ekki í hyggju að sækjast eftir framlengingu á því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert