Óttast að Rússar fái sömu meðferð og Kína

Jens Stoltenberg mun flytja erindi á öryggisráðstefnu í dag.
Jens Stoltenberg mun flytja erindi á öryggisráðstefnu í dag. AFP

Fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins hef­ur áhyggj­ur af því að vest­ur­veld­in taki Rússa sömu vett­linga­tök­um þau tóku Kín­verja þegar þeir risu til valda. Hann hvet­ur banda­menn til að senda Úkraínu­mönn­um vopn til að beita gagn­sókn.

„Við þurf­um að gefa Úkraínu­mönn­um öll þau vopn sem þeir þurfa til þess að standa uppi sem sig­ur­veg­ar­ar og full­valda, sjálf­stætt evr­ópskt ríki,“ seg­ir í er­indi Jens Stolten­bergs sem hann mun flytja á ör­ygg­is­ráðstefnu í Munchen í dag. 

Pút­in vilji ekki frið

Bráðum verður ár liðið frá því að Rúss­ar réðust inn í Úkraínu en ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins hafa sent Úkraínu­mönn­um vopna­búnað fyr­ir hundruð millj­arða ís­lenskra króna.

Stolten­berg seg­ir að bet­ur megi ef duga skal og kall­ar eft­ir ennþá meiri vopna­búnaði.

„Pútín er ekki að leggja á ráðin um frið. Hann er að leggja á ráðin um áfram­hald­andi stríðsrekst­ur,“ seg­ir Stolten­berg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert