Ritskoða barnabækur sem allir kannast við

Bókaútgáfan Puffin endurskrifar nú barnabæku sem margir Íslendingar kannast við.
Bókaútgáfan Puffin endurskrifar nú barnabæku sem margir Íslendingar kannast við. mbl.is/Árni Sæberg

Bóka­út­gáf­an Puff­in end­ur­skrif­ar nú bæk­ur eft­ir höf­und­inn Roald Dahl. Eft­ir Dahl liggja þekkt­ar barna­bæk­ur á borð við Matt­hild­ur, Kalli og súkkulaðiverk­smiðjan og Jakob og risa­stóra fer­skj­an.

Ástæða þess að bæk­urn­ar eru nú end­ur­skrifaðar er til að fjar­lægja orð og hug­tök sem út­gef­and­inn álít­ur móðgandi eða úr­elt.

Puff­in hef­ur ráðið til sín svo­kallaða „viðkvæmni les­end­ur“ til þess að end­ur­skrifa stóra hluta bók­anna. Að sögn út­gáf­unn­ar er þetta gert til að tryggja að all­ir les­end­ur geti haldið áfram að njóta bók­anna í dag og til framtíðar.

Breska dag­blaðið Guar­di­an grein­ir frá.

Helj­ar­mik­ill ekki feit­ur

Roald Dahl var fæddur árið 1916 og lést árið 1990.
Roald Dahl var fædd­ur árið 1916 og lést árið 1990.

Ýmsar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á út­lits­lýs­ing­um per­sóna í nýj­um út­gáf­um bók­anna. Sem dæmi hef­ur orðinu „feit­ur“ verið skipt út fyr­ir orðið „helj­ar­mik­ill“ í bók­inni Kalli og súkkulaðiverk­smiðjan. Orðin lýsa per­són­unni Aug­ust Gloop.

Talið er að breyt­ing­arn­ar hlaupi á hundruðum. Þá hef­ur nýj­um texta verið bætt við þann texta semDahl skrifaði upp­runa­lega.

Rétt­hafi höf­und­ar­rétt­ar bóka Dahls, Roald Dahl Story Comp­any, sagði í yf­ir­lýs­ingu að það væri ekki óeðli­legt að end­ur­skoða texta þegar nýj­ar út­gáf­ur eru prentaðar. Þá seg­ir fyr­ir­tækið að breyt­ing­arn­ar hafi verið smá­ar og vand­lega íhugaðar.

Fólk ekki menn

Sem dæmi um breyt­ing­ar á milli út­gáfna er hægt að nefna að í fyrri út­gáf­um af bók­inni Jakob og risa­stóra fer­skj­an syng­ur marg­fætl­an: „Sponge frænka var hræðilega feit, og rosa­lega hvap­leg. Spiker frænka var þunn eins og vír og þurr eins og bein nema þurr­ari.“

Þessi texti hef­ur nú verið fjar­lægður en í hans stað stend­ur: „Sponge frænka var viðbjóðslega göm­ul og dýrs­leg og átti skilið að vera kram­in und­ir ávext­in­um. Spiker frænka var margt af því sama og á skilið hálfa sök­ina.“

Þá hef­ur kyn­orðum einnig verið breytt á ýms­um stöðum en sem dæmi var frú Trunchbull úr bók­inni Matt­hild­ur lýst sem ógn­vekj­andi konu í fyrri út­gáf­um en er nú lýst sem ógn­vekj­andi kven­manni.

Einnig hef­ur kyn­hlut­laus­um hug­tök­um verið bætt við á sum­um stöðum. Sem dæmi er úmpal­úmp­un­um í Kalla og súkkulaðiverk­smiðjunni ekki lýst sem smá­vöxn­um mönn­um leng­ur held­ur sem smá­vöxnu fólki. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert