Umdeildur flutningur Leifs

Verk Krohgs, Leifur Eiríksson uppgötvar Ameríku, var á tímabili geymt …
Verk Krohgs, Leifur Eiríksson uppgötvar Ameríku, var á tímabili geymt í kjallara nýja listasafnsins og olli hvort tveggja úlfúð og háværri umræðu. Nú er það sýnilegt safngestum á ný, eins og það var í eldra húsnæði safnsins. Ljósmynd/Þjóðlistasafnið í Ósló

„Að ein­hver skuli fram­kvæma þessa rit­skoðun fyr­ir hönd okk­ar tel ég vera háska­lega þróun,“ seg­ir norski list­sagn­fræðing­ur­inn og rit­höf­und­ur­inn Tommy Sørbø í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK og gagn­rýn­ir þar harðlega þá ákvörðun nýja Þjóðlista­safns­ins í Ósló, Nasjonalmu­seet, að koma mál­verki norska list­mál­ar­ans Christians Krohgs, Leif­ur Ei­ríks­son upp­götv­ar Am­er­íku, fyr­ir í geymslu í kjall­ara safns­ins.

Safnið hef­ur nú, eft­ir að málið komst í há­mæli, hengt mál­verkið upp í einu af tug­um sýn­ing­ar­rýma nýja hús­næðis­ins sem opnaði með glæsi­brag í fyrra­sum­ar, eins og Morg­un­blaðið fjallaði þá um, en kjall­ara­vist­ina rök­studdu tals­menn safns­ins með því að ný­lendu­stefna væri haf­in upp til skýj­anna í sögu­efni verks­ins, það sýndi flutn­inga Norðmanna vest­ur um haf í róm­an­tísk­um bjarma. Svo sagði Stina Hög­kvist deild­ar­stjóri að minnsta kosti við Af­ten­posten.

Leggst kylli­flöt

Mál­verkið var á sín­um tíma, árið 1900, gjöf til lista­safns­ins frá Minn­ing­ar­stofn­un Leifs Ei­ríks­son­ar í Chicago og hékk í önd­vegi í fyrra hús­næði safns­ins.

Hög­kvist biðst nú inni­lega vel­v­irðing­ar og sem fyrr seg­ir hef­ur verkið fengið virðing­ar­verðari dval­arstað á safn­inu þar sem það verður nú til sýn­is um fjög­urra vikna skeið.

„Ég leggst bara kylli­flöt. Þetta var fljót­færn­is­leg og van­hugsuð at­huga­semd sem kastað var fram í hálf­kær­ingi,“ skrif­ar deild­ar­stjór­inn um ný­lendu­stefnurök­in í svari til NRK og kveður þau alls ekki sína skoðun.

Sagn­fræðing­ur­inn Sørbø seg­ir það ekki verst að safnið hafi flutt Krohg í kjall­ar­ann, öðru nær, slíkt ger­ist á öll­um söfn­um. Það sem svíði mest séu rök­in fyr­ir þess­um flutn­ing­um. Þau seg­ir hann skelfi­leg og úr öll­um takti við sög­una. Þar fari hrein rit­skoðun og væru rök Þjóðlista­safns­ins í heiðri höfð á öðrum söfn­um fynd­ist varla það mál­verk sem þar mætti hanga á vegg. Rembrandt, Cara­vaggio og Michelang­elo færu all­ir beint í kjall­ar­ann.

Hvín í Moxnes

„Við erum að tala um þjóðarsafn. Með öllu sem því fylg­ir. Þar ættu tákn­mynd­ir þjóðar­inn­ar því að vera í heiðri hafðar. Þær eiga að vera til umræðu,“ er meðal þess sem Agnes Moxnes, fyrr­ver­andi menn­ingarálits­gjafi NRK, rit­ar á Face­book-síðu sína, allt annað en sátt. Það sé ekki hlut­verk Þjóðlista­safns­ins að setj­ast í dóm­ara­sæti yfir ein­stök­um verk­um.

„Maður get­ur rætt um list. Maður get­ur horft á hana. Maður get­ur sýnt hana og spurt aðra álits. En að setja hana í skammar­krók­inn? Nei,“ skrif­ar Moxnes um þetta um­deilda ferðalag Leifs Ei­ríks­son­ar niður í kjall­ara og í dag upp á vegg í sýn­ing­ar­sal á nýj­an leik.

NRK

NRKII (verkið komið upp á nýj­an leik)

Af­ten­posten

TV2

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert