Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að NATO hafi aldrei staðið sterkara en það gerir núna, rétt tæpu ári eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þetta sagði Biden við í samtali við forseta Póllands, Andrzej Duda.
Biden er nú staddur í heimsókn í Varsjá í Póllandi, þar sem hann mun funda með leiðtogum Austur-Evrópuþjóða innan NATO á morgun, miðvikudag.
Biden segir að stuðningur NATO við Úkraínu sé enn óhaggaður og hrósar Pólverjum fyrir þann mikla stuðning sem þeir hafa sýnt nágrönnum sínum í Úkraínu. Duda þakkaði einnig Biden fyrir þátt Bandaríkjanna í að viðhalda núverandi skipan í alþjóðamálum.
Núna á föstudaginn verður eitt ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu.