Maríupól eyðilögð og endurbyggð sem rússnesk borg

Mynd frá borginni Maríupól í apríl 2022
Mynd frá borginni Maríupól í apríl 2022 AFP

Rúss­ar, sem her­tóku Maríu­pól í maí síðastliðnum, hafa hafið mikla end­ur­skipu­lagn­ingu á borg­inni með það fyr­ir aug­um að eyða um­merkj­um úkraínskr­ar menn­ing­ar og byggja upp rúss­neska fyr­ir­mynd­ar­borg.

Eyðilegg­ing­in ekki hætt

Borg­in Maríu­pól, í aust­ur­hluta Úkraínu hef­ur verið á valdi Rússa frá því í maí síðastliðnum, eft­ir harða bar­daga um yf­ir­ráð yfir borg­inni. Eft­ir að bar­dög­um lauk blasti gríðarleg eyðilegg­ing við borg­ur­un­um, en nærri helm­ing­ur bygg­inga í borg­inni höfðu orðið fyr­ir skemmd­um. Eyðilegg­ing­in hef­ur þó ekki hætt eft­ir að Rúss­ar tóku yfir borg­ina.

Sky News grein­ir frá því að minnst hundrað bygg­ing­ar hafi verið jafnaðar við jörðu eft­ir að Rúss­ar her­tóku Maríu­pól. Þrátt fyr­ir mikla eyðilegg­ingu var hægt að laga stór­an hluta þeirra bygg­inga sem skemmd­ust í árás­inni á borg­ina. Í stað þess að gera það eru marg­ar bygg­ing­arn­ar rifn­ar niður og stefnt að því byggja nýj­ar.

Ættingjar syrgja hermann sem féll í orustunni um Maríupól
Ætt­ingj­ar syrgja her­mann sem féll í or­ust­unni um Maríu­pól AFP

Ný rúss­nesk fyr­ir­mynd­ar­borg á að rísa

Allt er þetta liður í mik­illi end­ur­skipu­lagn­ingu Maríu­pól, sem miðar að því að byggja upp fyr­ir­mynd­ar­borg und­ir stjórn Rússa um kom­andi ár og ára­tugi. Nýtt borg­ar­skipu­lag nær til árs­ins 2035, en það er um það leyti sem gert er ráð fyr­ir því að borg­in hafi náð sama íbúa­fjölda og fyr­ir stríðið.

Þetta nýja borg­ar­skipu­lag nær m.a. til stórs hluta miðborg­ar­inn­ar, sem sam­an­stend­ur að mestu leyti af lág­reist­um göml­um hús­um. Nýja skipu­lagið kveður á um að þess­um hús­um verði skipt út fyr­ir stærri og lengri blokk­ir í rúss­nesk­um stíl.

Ráðist á sögu borg­ar­inn­ar

Allt er þetta liður í að ýta meira en 300 ára sögu Maríu­pól til hliðar. Eitt af því fyrsta sem var fjar­lægt eft­ir her­námið var minn­is­varði um Holodomor, skipu­lagða hung­urs­neyð sem olli dauða millj­óna Úkraínu­manna snemma á fjórða ára­tug 20. ald­ar, þegar Úkraína var hluti af Sovíetríkj­un­um. Einnig var mynd af stúlku sem missti fót­inn í árás aðskilnaðarsinna á Maríu­pól árið 2015 fjar­lægð. Um var að ræða mynd sem máluð var á stór­an blokk­arvegg þar sem stúlk­an, sem einnig missti móðir sína í árás­inni, held­ur á bangsa. Málað hef­ur verið yfir mynd­ina og mynd af rúss­neska fán­an­um sett á vegg­inn.

Loftmynd frá Maríupól.
Loft­mynd frá Maríu­pól. AFP

Bygg­ing­ar eyðilagðar og göt­ur end­ur­nefnd­ar

Ein af bygg­ing­un­um sem var eyðilögð í árás­um Rússa á borg­ina var leik­húsið sem stóð í miðborg­inni, en það var byggt árið 1878. Yfir þúsund óbreytt­ir borg­ar­ar leituðu skjóls inn­an bygg­ing­ar­inn­ar í mars, þegar árás­ir á borg­ina stóðu hátt. Skrifað var „BÖRN“ stór­um stöf­um fyr­ir utan bygg­ing­una til að hvetja inn­rás­arliða til að ráðast ekki á bygg­ing­una. Allt kom þó fyr­ir ekki og bygg­ing­in var sprengd þann 16. mars 2022, með þeim af­leiðing­um að hundruð manna týndu lífi.

Sam­dæg­urs var gerð árás á sögu­fræga klukkut­urns­bygg­ingu sem stóð við Friðarstræti (e. Peace Avenue). Nafni göt­unn­ar var breytt eft­ir að Rúss­ar náðu yf­ir­ráðum yfir borg­inni, en gat­an heit­ir núna Lenínstræti (e. Len­in Avenue).

Einnig stend­ur til að breyta Azovstal-stál­verk­smiðjunni, þar sem mik­il­væg her­gagna­fram­leiðsla fór fram fyr­ir úkraínska her­inn og var síðasta vígi Úkraínu­manna í borg­inni, í vist­væn­an tækniþekk­ing­arg­arð.

Rússneskir hermenn hjá verskmiðjunni Azovstal. Myndin er tekin í júní …
Rúss­nesk­ir her­menn hjá versk­miðjunni Azovstal. Mynd­in er tek­in í júní 2022 AFP

Íbúar sem flúðu segja Rússa hylma yfir glæpi

Fyrr­um íbú­ar Maríu­pól, sem flúðu inn­rás­ina, telja að þetta nýja skipu­lag sé að miklu leyti gert til þess að hylma yfir þá glæpi sem Rúss­ar frömdu meðan árás­in á borg­ina átti sér stað. Sömu­leiðis sé þetta liður í að eyða um­merkj­um um menn­ingu borg­ar­inn­ar fyr­ir her­nám Rússa. Allt sé þetta hluti af áróðri Rússa.

Brott­fluttu íbú­arn­ir gagn­rýna að ekki sé sett í for­gang að hjálpa því fólki sem enn býr í skemmd­um bygg­ing­um, sem ekki hafa aðgang að raf­magni, hús­hit­un eða renn­andi vatni.

Fjölbýlishús í Maríupól. Myndin er tekin í desember síðastliðnum
Fjöl­býl­is­hús í Maríu­pól. Mynd­in er tek­in í des­em­ber síðastliðnum AFP

Mennta­kerfið notað sem áróður­stól

Liður í yf­ir­töku Rússa á Maríu­pól eru end­ur­skipu­lagn­ing mennta­kerf­is­ins. Kenn­ar­ar hafa verið send­ir í þjálf­un til Rúss­lands og úkraínsk­um skóla­bók­um skipt út fyr­ir rúss­nesk­ar skóla­bæk­ur. Börn eru einnig hvött til þess að fara í herþjálf­un. Fyrr­um íbúi seg­ir þetta lið í að út­rýma úkraínskri menn­ingu í borg­inni.

Brot á alþjóðalög­um að eyða menn­ingu

Al­ex­andra Xant­haki, sér­fræðing­ur hjá Sam­einuðu Þjóðunum í menn­ing­ar­rétti, seg­ir í sam­tali við Sky News, að aðgerðir Rússa stang­ist á við alþjóðamann­rétt­inda­lög. Ólög­legt sé að nota menn­ingu svæða í áróðri og að skylda sé að viðhalda menn­ing­ar­arf­leið svæða, eins og unnt er. Nauðsyn­legt sé að taka til­lit til menn­ing­ar og sögu svæða, þegar þau eru byggð upp í kjöl­far stríðsátaka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert