Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta hafi „mistekist að ná einu einasta markmiði sínu“ eftir að hann réðst inn í Úkraínu.
„Einu ári frá upphafi þessa grimmilega stríðs hefur Pútín mistekist að ná einu einasta markmiði sínu...Í stað þess að þurrka Úkraínu af landakortinu, tekst hann á við þjóð sem er mun þróttmeiri en hann sjálfur,“ sagði von der Leyen við blaðamenn í Tallinn, höfuðborg Eistlands.
Eitt ár er í dag liðið síðan rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu.