Macron mun heimsækja Kína í apríl

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP/Christophe Petit Tesson/Pool

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti til­kynnti í dag að hann ætli að heim­sækja Kína í byrj­un apríl. Þá hvet­ur hann yf­ir­völd í Kína til að „þrýsta á“ Rússa til að binda enda á stríðið. 

Í gær lögðu Kín­verj­ar fram til­lög­ur til friðarviðræðna og í kjöl­farið kallaði Vlodimír Selenskí Úkraínu­for­seti eft­ir fundi með Xi Jin­ping, for­seta Kína. 

Macron sagði það vera já­kvætt að Kín­verj­ar væru að hvetja til friðarviðræðna. Þá sagði hann að stríðinu myndi ein­ung­is ljúka ef Rúss­ar myndu stöðva hernað sinn í Úkraínu og virða sjálf­stæði lands­ins. 

Macron hvatti Kín­verja til þess að senda ekki vopn til Rúss­lands og til þess að þrýsta á Rússa að nota ekki kj­an­r­orku­vopn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert