Macron mun heimsækja Kína í apríl

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP/Christophe Petit Tesson/Pool

Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í dag að hann ætli að heimsækja Kína í byrjun apríl. Þá hvetur hann yfirvöld í Kína til að „þrýsta á“ Rússa til að binda enda á stríðið. 

Í gær lögðu Kínverjar fram tillögur til friðarviðræðna og í kjölfarið kallaði Vlodimír Selenskí Úkraínuforseti eftir fundi með Xi Jinping, forseta Kína. 

Macron sagði það vera jákvætt að Kínverjar væru að hvetja til friðarviðræðna. Þá sagði hann að stríðinu myndi einungis ljúka ef Rússar myndu stöðva hernað sinn í Úkraínu og virða sjálfstæði landsins. 

Macron hvatti Kínverja til þess að senda ekki vopn til Rússlands og til þess að þrýsta á Rússa að nota ekki kjanrorkuvopn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert