Segir Bandaríkin hafa aðstoðað við drónaárásir

Ryabkov segir að Úkraínumenn hefðu aldrei náð að gera slíkar …
Ryabkov segir að Úkraínumenn hefðu aldrei náð að gera slíkar árásir án þess að hafa notið aðstoðar bandarískra yfirvalda. AFP

Aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands seg­ir að dróna­árás­ir, sem Rúss­ar saka Úkraínu­menn um að hafa gert á rúss­nesk­ar her­stöðvar, hafi aðeins verið mögu­leg­ar með aðstoð banda­rískra yf­ir­valda. 

Ser­gei Rya­b­kov, sem er nú stadd­ur í Genf í Sviss til að ávarpa mann­rétt­indaráð Sam­einuðu þjóðanna og taka þátt í umræðum á ráðstefnu um af­vopn­un, seg­ir að banda­rísk stjórn­völd hljóti að hafa út­vegað Úkraínu­mönn­um upp­lýs­ing­ar um skot­mörk og veitt þeim tækni­lega aðstoð. 

Rúss­neska varn­ar­málaráðuneytið greindi frá því í des­em­ber að dróna­árás úkraínska hers­ins hefði valdið spreng­ing­um á tveim­ur flug­völl­um í land­inu með þeim af­leiðing­um að þrír lét­ust. 

Önnur stöðin er Eng­els-herflug­völl­ur­inn í suður­hluta héraðsins Saratov, sem er rúm­lega 600 km frá landa­mær­un­um að Úkraínu. Þar eru geymd­ar nokkr­ar af sprengjuflug­vél­um rúss­neska hers­ins sem geta flogið með kjarn­orku­vopn. 

Rúss­ar héldu því fram í des­em­ber að árás­irn­ar hefðu verið gerðar með flygild­um frá tím­um Sov­ét­ríkj­anna.

Banda­rísk yf­ir­völd sögðu aft­ur á móti 6. des­em­ber að þau hefðu ekki veitt Úkraínu aðstoð við að gera slík­ar árás­ir inn­an landa­mæra Rúss­lands. Þá hafa stjórn­völd í Úkraínu aldrei tjáð sig um það hvort þau hafi, eður ei, gert dróna­árás­ir inn­an Rúss­lands. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert