Móðir í tveimur vinnum vann 141 milljón í happdrætti

Hanitzch vann 141 milljón í happdrættinu EuroMillions.
Hanitzch vann 141 milljón í happdrættinu EuroMillions. mbl.is/Golli

Sally-Ann Hanitzch, 55 ára móðir frá Bretlandi, vann á dögunum 838 þúsund pund í happdrætti þar í landi en það nemur um 141 milljónum íslenskra króna. 

Fréttastofa BBC greinir frá þessu.

Áður en Hanitzch hlaut vinninginn vann hún á tveimur stöðum til að framfleyta sér og börnum hennar tveimur. Hún starfaði í hlutastarfi í matvörubúð samhliða fullri vinnu sem umsjónarmaður eignaráðs í bæjarstjórn Cambridge-borgar. 

Heldur áfram í vinnunni sinni

Hún var með allar fimm tölurnar réttar ásamt auka tölu í EuroMillions happdrættinu þann annan desember en skoðaði ekki miðan sinn fyrr en rúmlega mánuði seinna. 

Hún segist ætla að nýta vinningsféð til að fara í frí til Japans ásamt því að hjálpa syni sínum og dóttur að kaupa heimili. Hanitzch segir í samtali við BBC að það hafi verið orðið mjög þreytandi að vinna tuttugu klukkustundir á viku.

Hanitzch hefur nú sagt upp starfi sínu í matvörubúðinni en segist ætla að halda áfram í vinnu sinni sem umsjónarmaður eignaráðs. „Ég er bara 55 ára, ég elska vinnuna mína og samstarfsfélaga mína í bæjarstjórn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert