Setur réttinn til þungunarrofs í stjórnarskrána

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, þegar hann vottaði Gisele Halimi virðingu …
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, þegar hann vottaði Gisele Halimi virðingu sína. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag að ríkisstjórnin muni leggja fram frumvarp sem tryggi rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins.

Áætlað er að ákvæðið verði komið í stjórnarskrána á næstu mánuðum. Macron tilkynnti þetta í ræðu þar sem hann vottaði Gisele Halimi, fyrrum stjórnmálamanni, virðingu sína. Gisele lést í júlí 2020. 

„Þetta mun varðveita frelsi og rétt kvenna til að velja þungunarrof og mun tryggja að ekkert geti rutt þessum réttindum úr vegi.“

Franska þingið hafði þegar samþykkt að breyta stjórnarskránni í þessa veru í nóvember 2022 en ekki hafði verið ákveðin nein tímasetning á breytingunni. Þungunarrof var gert refsilaust í Frakklandi árið 1975.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert