Setur réttinn til þungunarrofs í stjórnarskrána

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, þegar hann vottaði Gisele Halimi virðingu …
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, þegar hann vottaði Gisele Halimi virðingu sína. AFP

Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, til­kynnti í dag að rík­is­stjórn­in muni leggja fram frum­varp sem tryggi rétt kvenna til þung­un­ar­rofs í stjórn­ar­skrá rík­is­ins.

Áætlað er að ákvæðið verði komið í stjórn­ar­skrána á næstu mánuðum. Macron til­kynnti þetta í ræðu þar sem hann vottaði Gisele Halimi, fyrr­um stjórn­mála­manni, virðingu sína. Gisele lést í júlí 2020. 

„Þetta mun varðveita frelsi og rétt kvenna til að velja þung­un­ar­rof og mun tryggja að ekk­ert geti rutt þess­um rétt­ind­um úr vegi.“

Franska þingið hafði þegar samþykkt að breyta stjórn­ar­skránni í þessa veru í nóv­em­ber 2022 en ekki hafði verið ákveðin nein tíma­setn­ing á breyt­ing­unni. Þung­un­ar­rof var gert refsi­laust í Frakklandi árið 1975.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert