Fjöldi fólks mótmælir í Ísrael

Fjöldi fólks hefur mótmælt.
Fjöldi fólks hefur mótmælt. AFP/Jack Guez

Hundruð þúsunda Ísraela hafa tekið þátt í mótmælum í landinu síðustu vikur. Einhverjir telja mótmælin vera þau stærstu í sögu landsins. 

BBC greinir frá.

Áform stjórnvalda um róttæka endurskoðun á réttarkerfinu er tilefni mótmælanna. Andstæðingar breytinganna telja að þær ógni lýðræðinu.

Mótmælendur mættu með ísraelska fánan.
Mótmælendur mættu með ísraelska fánan. AFP/Jack Guez

Skipuleggjendur mótmælanna segja að 500.000 manns hafi mótmælt í gær, en mótmælt var víða um landið.

Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur. 

Ísraelar vilja verja lýðræðið.
Ísraelar vilja verja lýðræðið. AFP/Jack Guez
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert