Rússnesk þota í árekstri við bandarískan dróna

Dróni af gerðinni MQ-9 Reaper rakst á rússneska orrustuþotu yfir …
Dróni af gerðinni MQ-9 Reaper rakst á rússneska orrustuþotu yfir Svartahafi. Ljósmynd/Wikipedia.org/Leslie Pratt

Rússnesk orrustuþota lenti í árekstri við bandarískan dróna yfir Svartahafinu þegar tvær rússneskar þotur flugu til móts við hann, að sögn bandaríska flughersins í alþjóðlegu loftrými þar sem dróninn hafi verið í reglubundinni aðgerð á flugi sínu.

Dróninn hrapaði til jarðar og eyðilagðist og hefur bandaríski herinn gefið það út að háttsemi rússnesku flugmannanna hafi verið „háskaleg og ófagleg“ og hefði getað valdið brotlendingu annarrar þotunnar um leið.

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra munu halda áfram aðgerðum sínum á svæðinu kemur enn fremur fram í boðum hersins en rússnesk stjórnvöld hafa enn ekki tjáð sig um atvikið.

„MQ-9-flugfar okkar var við venjubundna aðgerð í alþjóðlegu loftrými þegar rússnesk flugfél flaug til móts við það og á það með þeim afleiðingum að MQ-9-farið hrapaði og er gjörónýtt,“ er haft eftir James Hecker, hershöfðingja í bandaríska flughernum.

BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert