Frekari ógnum verði svarað „í réttu hlutfalli“

Bandarískur dróni af tegundinni MQ-9 Reaper á flugi yfir æfingasvæði …
Bandarískur dróni af tegundinni MQ-9 Reaper á flugi yfir æfingasvæði árið 2020. AFP

Varn­ar­málaráðherra Rúss­lands, Ser­gei Sjoígú, hef­ur lýst því yfir að öll­um frek­ari ógn­um Banda­ríkja­manna verði svarað „í réttu hlut­falli“, eft­ir árekst­ur rúss­neskr­ar herþotu á dróna Banda­ríkja­manna yfir Svarta­hafi.

Rúss­neska varn­ar­málaráðuneytið grein­ir frá þessu í yf­ir­lýs­ingu þar sem seg­ir að Sjoígú hafi tjáð banda­rísk­um starfs­bróður sín­um þetta.

Ráðuneytið held­ur því enn frem­ur fram að flug drón­ans hafi verið hluti af njósnaaðgerðum Banda­ríkj­anna.

Sergei Sjoígú, varnarmálaráðherra Rússlands.
Ser­gei Sjoígú, varn­ar­málaráðherra Rúss­lands. AFP

Van­v­irðing við lokað loftsvæði

Frá því hef­ur verið greint að Banda­ríkja­menn hafi ásakað Rússa í gær um að hafa flogið Su-17 herþotu á drón­ann. Drón­inn lenti í haf­inu en nú kepp­ast þjóðirn­ar um að ná greip­um sín­um um hann.

Sjoígú seg­ir „aukna upp­lýs­inga­öfl­un sem fer gegn hags­mun­um Rúss­lands“ og „van­v­irðingu við lokað loftsvæði“ hafa leitt til ákvörðun­ar­inn­ar um að stöðva flug banda­ríska drón­ans.

Hann seg­ir að flug ómannaðra banda­rískra herflygilda á svæðinu sé í eðli sínu ögr­andi og „skapi for­send­ur fyr­ir stig­mögn­un á ástand­inu við Svarta­haf“.

Þetta er fyrsta at­vikið af þessu tagi sem hef­ur orðið á milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands frá því inn­rás­in í Úkraínu hófst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert