Rússnesk stjórnvöld segja að orrustuþoturnar sem Pólverjar og Slóvakar hafa gefið Úkraínumönnum verði eyðilagðar og að vopnasendingar vestrænna ríkja til landsins muni engu breyta um markmið rússneska hersins.
„Þessi hergögn – eins og við höfum ítrekað sagt – munu ekki breyta útkomunni í sérstöku hernaðaraðgerðinni okkar... Að sjálfsögðu verða öll þessi hergögn eyðilögð,“ sagði Dimitrí Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, á blaðamannafundi og átti við innrás Rússa í Úkraínu.