„Glæpamaðurinn snýr alltaf aftur á vettvang“

Pútín ræðir við íbúa fjölbýlishúss í Maríupol.
Pútín ræðir við íbúa fjölbýlishúss í Maríupol. AFP

Myk­haylo Podolyak, aðstoðarmaður Úkraínu­for­seta, gagn­rýndi harðlega óvænta heim­sókn Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta til hafn­ar­borg­ar­inn­ar Maríu­pol sem rúss­nesk­ar her­sveit­ir her­tóku á síðasta ári.

„Glæpa­maður­inn snýr alltaf aft­ur á vett­vang glæps­ins...morðingi þúsunda fjöl­skyldna í Maríu­pol kom til að dást að rúst­um borg­ar­inn­ar og gröf­um henn­ar. Nap­ur­legt og skort­ur á eft­ir­sjá,“ sagði Podolyak á Twitter.

Pútín kynnir sér enduruppbyggingu í borginni.
Pútín kynn­ir sér end­urupp­bygg­ingu í borg­inni. AFP

Borg­ar­ráð Maríu­pol for­dæmdi einnig heim­sókn Pútíns. „Alþjóðlegi stríðsglæpa­maður­inn Pútín heim­sótti hina her­setnu Maríu­pol. Hann horfði á „end­urupp­bygg­ingu borg­ar­inn­ar“... að nóttu til. Lík­lega til að geta ekki séð borg­ina, sem „frels­un hans“ drap í dags­ljósi,“ sagði borg­ar­ráðið á Twitter.

Stjórn­völd í Rússlandi segja að heim­sókn­in hafi verið ákveðin með stutt­um fyr­ir­vara eft­ir að for­set­inn heim­sótti Krímskaga óvænt í gær.

Pútín ræðir við aðstoðarforsætisráðherrann Marat Khusnullin í Fílharmoníuleikhúsinu í Maríupol.
Pútín ræðir við aðstoðarfor­sæt­is­ráðherr­ann Marat Khusnull­in í Fíl­harmoníu­leik­hús­inu í Maríu­pol. AFP

„Þetta gerðist allt með mjög skömm­um fyr­ir­vara,“ sagði Dimitrí Peskov, talsmaður Kreml­ar. „Ferðir hans um borg­ina voru ekki skipu­lagðar“ og held­ur ekki fund­ir hans með íbú­un­um, bætti hann við.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka