Hópur danskra sérfræðinga til Úkraínu

Fólk á gangi fyrir utan ónýta blokk í borginni Avdiivka …
Fólk á gangi fyrir utan ónýta blokk í borginni Avdiivka í héraðinu Dónetsk í Úkraínu. AFP/Aris Messinis

Dönsk stjórnvöld ætla að senda hóp sérfræðinga til Úkraínu til að aðstoða Alþjóðlega stríðslæpadómstólinn við rannsókn á stríðsglæpum í landinu.

„Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við bakið á Úkraínumönnum og baráttu þeirra fyrir frelsi og réttlæti. Það er mikilvægt að rannsókn verði gerð og fólk verði látið svara til saka sem stendur á bak við stríðsglæpi í Úkraínu,“ sagði Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra Danmerkur, að því er danska ríkisútvarpið greindi frá. 

Hvorki hefur verið ákveðið hversu margir verða í hópnum sem fer til Úkraínu til réttarmeinarannsókna né hversu margir fara.

Sú ákvörðun verður tekin eftir að Hummelgaard fundar með öðrum ráðherrum í London, höfuðborg Englands, á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert