UBS kaupir Credit Suisse

Blaðamannafundur var haldinn eftir að samningar voru í höfn.
Blaðamannafundur var haldinn eftir að samningar voru í höfn. AFP

Sviss­neski bank­inn UBS hef­ur samþykkt að kaupa Cred­it Suis­se á rúm­lega þrjá millj­arða banda­ríkja­dala, sem jafn­gild­ir rúm­lega 420 millj­örðum ís­lenskra króna.

Cred­it Suis­se hef­ur verið sagður á barmi gjaldþrots og krafðist UBS því mik­ils af­slátt­ar af kaup­verðinu.

Á blaðamanna­fundi að lokn­um samn­ingaviðræðunum, lagði for­seti Sviss áherslu á mik­il­vægi þess­ar­ar yf­ir­töku fyr­ir sviss­neskt efna­hags­kerfi í heild. Þessi mála­lok væru besta leiðin til að end­ur­heimta traust á mörkuðum. 

Mikið í húfi

Stjórn­völd í Sviss beittu sér fyr­ir því að bank­arn­ir tveir kæm­ust að sam­komu­lagi í dag, svo hægt væri að ganga frá yf­ir­tök­unni áður en markaðir opna í fyrra­málið.

Ríkið ábyrg­ist skuld­ir Cred­it Suis­se að ákveðnu marki, til þess að lág­marka áhættu UBS. Þar að auki munu báðir bank­ar hljóta lána­fyr­ir­greiðslur frá rík­inu.

Hefðu samn­ing­ar ekki tek­ist hefði bank­inn verið lík­leg­ur til að falla á morg­un, sem hefði í för með sér mikl­ar keðju­verk­andi af­leiðing­ar. 

Cred­it Suis­se er einn af þeim 30 bönk­um sem hafa verið flokkaðir sem „kerf­is­lega mik­il­væg­ir“ en margt bend­ir til þess að fjár­fest­ar hafi lengi vitað að hann væri veik­ur hlekk­ur í þeirri keðju. 

 

Báðir bank­ar munu hljóta lána­fyr­ir­greiðslur frá rík­inu upp á allt að 110 millj­arða Banda­ríkja­dala. Þá til­kynnti ríkið að í því skyni að lág­marka áhættu UBS myndi ríkið ábyrgj­ast mögu­legt tap upp á 9,6 millj­arða Banda­ríkja­dala.

Bankinn Credit Suisse verður nú hluti af UBS.
Bank­inn Cred­it Suis­se verður nú hluti af UBS. AFP/​Fabrice Cof­fr­ini
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert