Finnar hamingjusamastir sjötta árið í röð

Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ljósmynd/Oleksiy Mark

Ísland er í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt skýrslu World Happiness Report. 

Sjötta árið í röð eru Finnar í efsta sæti og þar á eftir eru Danir. Í fjórða sæti eru síðan Ísraelsmenn og í því fimmta eru Hollendingar.

Skýrslan er á vegum Sameinuðu þjóðanna og byggir á spurningalista sem fólk frá meira en 150 ríkjum svarar. 

Skýrslan tekur meðal annars mið af lífslíkum, landsframleiðslu, samfélagsstuðningi, spillingu og frelsi. 

Óhamingjusömustu þjóðirnar eru Síerra-Leónemenn, Líbanar og í síðasta sæti listans eru Afganir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert