Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar felld

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP/Christophe Petit Tesson/Pool

Franska þingið hefur fellt vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar gegn ríkisstjórn Emmanuel Macron.

Tillagan var lögð fram í kjölfar þess að hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 árum í 64 varð að lögum á fimmtudag án þess að þingið hefði kosið um lagabreytinguna. 

Til þess að koma málinu í gegn án atkvæðagreiðslu þingsins nýtti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, 49. grein stjórnarskrár landsins. 

Frumvarp um hækkun eftirlaunaaldursins hefur verið mikið í umræðunni í Frakklandi og hafa verkföll vegna þess geisað síðustu mánuði. Vegna verkfallanna hefur rusl safnast upp á götum Parísar og eldar verið kveiktir víða. 

Tugþúsundir hafa mótmælt frumvarpinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert