Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði stuðningsmönnum sínum í dag að ríkisstjórn hans muni starfa áfram og að hann ætli ekki leysa upp þingið.
Í gær felldi franska þingið vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar gegn ríkisstjórn Macron. Tillagan var lögð fram í kjölfar þess að hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 ára í 64 ára varð að lögum á fimmtudag, án þess að þingið hafi kosið um lagabreytinguna.
Lögreglan í París handtók 234 einstaklinga í gærkvöldi eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslu þingsins varð ljós. Hópar kveiktu í ruslatunnum, hjólum og fleiru.
Einnig brutust út mótmæli í borgunum Dijon og Strasbourg, og þá lokuðu mótmælendur einnig vegum víða um landið.
Macron sagði stuðningsmönnum sínum á fundi í morgun í forsetahöllinni að hann ætli heldur ekki að boða til þjóðaratkvæðisgreiðslu vegna lagabreytingarinnar, líkt og stjórnarandstæðingar hans hafa kallað eftir.
Þess í stað myndi hann ræða við sína menn næstu vikur um hvernig breyta mætti um aðferð og útfærslur.
Á morgun klukkan 13 á staðartíma mun Macron flytja sjónvarpsávarp.