Ætlar ekki að leysa upp þingið

00:00
00:00

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti sagði stuðnings­mönn­um sín­um í dag að rík­is­stjórn hans muni starfa áfram og að hann ætli ekki leysa upp þingið.

Í gær felldi franska þingið van­traust­stil­lögu stjórn­ar­and­stöðunn­ar gegn rík­is­stjórn Macron. Til­lag­an var lögð fram í kjöl­far þess að hækk­un eft­ir­launa­ald­urs úr 62 ára í 64 ára varð að lög­um á fimmtu­dag, án þess að þingið hafi kosið um laga­breyt­ing­una. 

Lög­regl­an í Par­ís hand­tók 234 ein­stak­linga í gær­kvöldi eft­ir að niður­stöður at­kvæðagreiðslu þings­ins varð ljós. Hóp­ar kveiktu í rusla­tunn­um, hjól­um og fleiru. 

Einnig brut­ust út mót­mæli í borg­un­um Dijon og Stras­bourg, og þá lokuðu mót­mæl­end­ur einnig veg­um víða um landið. 

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti. AFP/​Yves Herm­an

Macron sagði stuðnings­mönn­um sín­um á fundi í morg­un í for­seta­höll­inni að hann ætli held­ur ekki að boða til þjóðar­at­kvæðis­greiðslu vegna laga­breyt­ing­ar­inn­ar, líkt og stjórn­ar­and­stæðing­ar hans hafa kallað eft­ir. 

Þess í stað myndi hann ræða við sína menn næstu vik­ur um hvernig breyta mætti um aðferð og út­færsl­ur.

Á morg­un klukk­an 13 á staðar­tíma mun Macron flytja sjón­varps­ávarp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert