Segir friðaráætlun Kína geta bundið enda á stríðið

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti og Xi Jinping, forseta Kína í Kreml …
Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti og Xi Jinping, forseta Kína í Kreml í dag. AFP/Pavel Byrkin

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti seg­ir að friðaráætl­un Kína fyr­ir Rúss­land og Úkraínu gæti verið grund­völl­ur til að binda enda á stríðið.

Þá sagði hann að það væru ekki for­send­ur til að leggja áætl­un­ina fram fyrr en stjórn­völd í Kænug­arði og Vest­ur­lönd­um séu til­bú­in.

Ger­ir ekki ráð fyr­ir að Rúss­ar yf­ir­gefi Úkraínu

Friðaráætl­un Kína fyr­ir Rúss­land og Úkraínu, sem birt var í síðasta mánuði, ger­ir ekki bein­lín­is ráð fyr­ir því að Rúss­ar yf­ir­gefi Úkraínu. Pútín hitti Xi Jin­ping, for­seta Kína, í Moskvu í dag.

Stjórn­völd í Úkraínu hafa sett sem skil­yrði fyr­ir hvers kyns viðræðum að Rúss­ar yf­ir­gefi úkraínska grundu en ekk­ert bend­ir til þess að Rúss­ar séu reiðubún­ir til þess.

Get­ur Kína leitt friðarum­leit­an­ir?

Á sam­eig­in­leg­um blaðamanna­fundi leiðtog­anna sagði Pútín að mörg ákvæði kín­versku friðaráætl­un­ar­inn­ar væri hægt að nota sem grund­völl fyr­ir lausn deil­unn­ar í Úkraínu, hvenær sem Kænug­arður og Vest­ur­lönd séu til­bú­in til þess.

Xi Jin­ping, for­seti Kína, stóð við hlið Pútín og sagði að rík­is­stjórn hans væri hlynnt friði og viðræðum og sagði að Kína væri hlut­laust gagn­vart átök­un­um í Úkraínu og gæti leitt friðarum­leit­an­ir milli ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka