Úkraínsk yfirvöld segja Rússa halda Hvít-Rússum í „kjarnorkugíslingu“ í ljósi þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst láta flytja kjarnavopn vestur yfir landamærin til Hvíta-Rússlands.
„Kremlin tók Hvíta-Rússland í kjarnorkugíslingu,“ tísti Oleksí Danilov, ráðherra þjóðaröryggis- og varnarmála í Úkraínu, eftir að ákvörðun Pútín var kynnt í gærkvöldi.
Þá sagði hann að ákvörðun Pútín vera skref í áttina að óstöðugleika innan Hvíta-Rússlands.
Pútín kveðst hafa náð samkomulagi um kjarnorkuvopnin við hvítrússneska forsetann Alexander Lúkasjenkó.
Lúkasjenkó, sem hefur verið við völd í nærri 30 ár, er einn helsti bandamaður Pútín. Innrás Rússa inn í Úkraínu í febrúar í fyrra hófst á landsvæði Hvít-Rússa.