Hótanir Pútíns liður í áróðrinum

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Ákvörðun Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta, um að flytja kjarna­vopn til Hvíta-Rúss­lands, er liður í áróðurs­moldviðrinu, sem for­set­inn hef­ur oft­ar en einu sinni stofnað til með gá­lausu tali eft­ir að inn­rás hans hófst í Úkraínu.

Þetta er mat Björns Bjarna­son­ar, fyrr­ver­andi dóms- og kirkjumálaráðherra.

Pútín til­kynnti í gær að komið yrði upp birgðastöð fyr­ir víg­vall­ar­kjarna­vopn í Hvíta-Rússlandi fyr­ir 1. júlí og að Rússar hefðu sent tíu flug­vél­ar til lands­ins sem gætu flutt kjarnavopn á víg­völl­inn, auk þess sem skot­pöll­um fyr­ir skammdræg Isk­and­er-flugskeyti væru þar nú þegar og þau mætti nota til að skjóta kjarna­odd­um.

Hvíta-Rússlandi haldið í gísl­ingu

„Er þetta nokkuð annað en liður í áróðurs­moldviðrinu sem Pútín hef­ur stofnað til, oft­ar en einu sinni, í kring­um kjarn­orku­vopn síðan hann hóf inn­rásina í Úkraínu?“ spyr Björn.

Ráðamenn í Kýiv telji að þetta sýni að Hvíta-Rúss­land sé í raun komið í kjarnavopnagísl­ingu hjá Pútín.  

„Það sem er al­var­legt í þessu er að þetta er í fyrsta sinn frá því Sov­ét­rík­in hrundu, sem Rúss­ar færa kjarn­orku­vopn til ann­ars lands. Sov­ét­rík­in höfðu kjarn­orku­vopn í Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Kasakst­an, en þau voru öll flutt þaðan með brott­hvarfi Sov­ét­ríkj­anna,“ seg­ir Björn.   

Þegar kjarna­vopn voru tek­in frá Úkraínu var samið um að Rúss­ar myndu virða landa­mæri rík­is­ins og tryggja ör­yggi þjóðar­inn­ar.   

„Við sjá­um hvernig við það hef­ur verið staðið. Þetta for­dæmi, að flytja kjarn­orku­vopn frá Rússlandi til Hvíta-Rúss­lands, ógn­ar ekki öðrum en íbú­um í Hvíta-Rússlandi. Því að, eins og Úkraínu­menn spyrjaHvernig er hægt að valda meira tjóni í Úkraínu en gert hef­ur verið?“ 

Frá Rauða torginu í Moskvu.
Frá Rauða torg­inu í Moskvu. AFP

Notað til þess að draga at­hygl­ina að öðru en hrak­för­um

Svo­kölluð víg­vall­ar­kjarna­vopn, sem eru smærri í sniðum en önn­ur kjarna­vopn, breyti í raun engu að því leyti að Rúss­ar ráðist á og eyðileggi allt sem þeim detti í hug.

Ólík­legt sé að vopn­in verði notuð á víg­vell­in­um sjálf­um.   

„Þau verða notuð gegn al­menn­um borg­ur­um til þess að hræða fólk og brjóta bar­áttu­vilja á bak aft­ur. Það er ekki lík­legt að þetta sé annað en liður í að veifa kjarn­orku­vopn­um þegar illa stend­ur á hjá Rúss­um til þess að draga at­hygl­ina að öðru en hrak­för­um á víg­vell­in­um sjálf­um.“   

Þá seg­ir Björn að ekki megi gleyma því að á ný­leg­um fundi Xi Jin­ping, for­seta Kína, og Pútíns Rúss­lands­for­seta, hafi þeir lagt áherslu á að aldrei mætti beita kjarn­orku­vopn­um og að slíkt væri óvild­ar­verk gegn mann­kyn­inu öllu 

Hót­an­ir Pútíns stang­ast á við yf­ir­lýs­ing­arnar sem þeir fé­lag­ar gáfu þar. Úkraín­u­stjórn hef­ur beðið um fund í Örygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna út af mál­inu,“ bæt­ir hann við.

Med­vedev gangi lengst í hræðslu­áróðrin­um

Björn minn­ir á að Dmitrí Med­vedev, fyrr­ver­andi for­seti og for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands, hafi gengið lengst í hræðsluáróðrin­um.  

„Hann hef­ur hótað því að kjarn­orku­árás verði gerð á borg­ir landa þar sem Pútín kynni að verða hand­tek­inn eft­ir að hann varð eft­ir­lýst­ur glæpa­maður af Alþjóðasaka­máladóm­stóln­um.

Fari for­set­inn til ein­hverra þeirra 123 landa sem eiga aðild að dóm­stólnum kunni hann að verða hand­tek­inn. Med­vedev hóti því að kjarn­orku­vopn­um verði beitt gegn því ríki þar sem það kynni að ger­ast.

„Hann sagði líka að það væri rétt að senda of­ur­hljóðfráa flaug á aðset­ur Alþjóðasaka­dóm­stóls­ins í Haag. Það er með ólík­ind­um hvernig þess­ir menn tala. Þessi ósköp blasa þó við okk­ur.“ 

htt­ps://​www.mbl.is/​frett­ir/​er­lent/​2023/​03/​26/​nato_­for­da­em­ir_haettu­leg­a_or­dra­ed­u_­um_kjarna­vopn/

Langdræg rússnesk eldflaug, sem borið getur kjarnaodda, prófuð í landinu …
Lang­dræg rúss­nesk eld­flaug, sem borið get­ur kjarna­odda, prófuð í land­inu í apríl í fyrra. AFP

Ólík­legt að ráðist verði gegn aðild­ar­ríkj­um NATO

Björn seg­ir óhugs­andi að kjarna­vopn­um verði beitt gegn aðild­ar­ríkj­um Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Spenn­an vegna vopn­anna sé fyrst og fremst á milli Rússa, Hví­trússa og Úkraínu­manna, sem áttu náið sam­starf und­ir hatti Sov­ét­ríkj­anna. 

Pútín ótt­ist að Hvíta-Rúss­land fari sömu leið og Úkraína og haldi dauðahaldi í Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, síðasta ein­ræðis­herra Evr­ópu, sem setið hafi að völd­um frá ár­inu 1994.  

Pút­in vill ekki sleppa tök­un­um á Hvíta-Rússlandi. Hann sér hvað ger­ist í Úkraínu og hann er að reyna að festa Hvíta-Rúss­land enn frek­ar með þessu, enda segja menn í Kýiv að Hvíta-Rúss­land sé orðið gísl kjarn­orku­vopna Pútíns.“   

Loks bend­ir Björn á að það kunni að draga dilk á eft­ir sér ann­ars staðar í heim­in­um þegar kjarn­orku­veldi tek­ur til við að flytja kjarn­orku­vopn sín til ann­ars lands.  

„Hvað með Taív­an? Verður þolað að Taív­an óski eft­ir að fá kjarn­orku­vopn eða koma sér upp kjarn­orku­vopn­um, sé þetta látið óátalið sem Pútín er nú að gera?“ spyr Björn að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert