Næstu skref Netanyahus óljós

Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hét því að fresta umdeildu lagafrumvarpi …
Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hét því að fresta umdeildu lagafrumvarpi í gær. Óljóst er hvað hann mun gera í framhaldinu. AFP

Mikið hef­ur gengið á í Ísra­el að und­an­förnu. Hundruð þúsund­ir hafa mót­mælt um­deildu laga­frum­varpi sem rík­is­stjórn Benjam­in Net­anya­hu hyggst samþykkja. For­sæt­is­ráðherr­ann hét því í gær að fresta lög­gjaf­ar­ferl­inu þangað til í apríl, en ekki er ljóst hvað frest­un­in þýði fyr­ir fram­haldið. 

Íhalds­stjórn for­sæt­is­ráðherr­ans hef­ur þegar samþykkt laga­frum­varp sem skerðir vald hæsta­rétt­ar til að úr­sk­urða sitj­andi for­seta van­hæf­an til embætt­is. Nýju lög­in kveða einnig á um að aðeins for­sæt­is­ráðherr­ann sjálf­ur geti gert ákall um að vera vikið frá störf­um vegna eig­in van­hæfni, eða ef tveir-þriðju af þing­inu greiði at­kvæði gegn hon­um.  

Seg­ir hæsta­rétt lands­ins þjást af elít­isma

Laga­frum­varpið og rík­i­s­tjórn­in hafa verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir að ganga gegn lýðræðis­legri stjórn­skip­an, sem jaðrar við ein­ræðis­hyggju. Yrði frum­varpið að lög­um myndi það meðal ann­ars veita rík­i­s­tjórn­inni vald til að skipa hæsta­rétt­ar­dóm­ara og fella niður­stöður hæsta­rétt­ar lands­ins, með meiri­hluta á þingi.

Net­anya­hu seg­ir breyt­ing­una nauðsyn­lega til að koma á valda­jafn­vægi milli lög­gjaf­ar­valds og dómsvalds, sem að hans mati sé skekkt. For­sæt­is­ráðherr­ann seg­ir hæsta­rétt lands­ins þjást af elít­isma og að dóm­stóll­inn end­ur­spegli ekki vilja ísra­elsku þjóðar­inn­ar. Rík­is­stjórn­in aft­ur á móti, sé kjör­in af þjóðinni og end­ur­spegli því gildi henn­ar og vilja.  

Sakaður um spill­ingu

For­seti Ísra­el, Isaac Herzog, biðlaði í gær til for­sæt­is­ráðherr­ans að gera hlé á lög­gjaf­ar­ferl­inu í al­mannaþágu. Rík­is­lögmaður lands­ins, Gali Baharav-Miara, hef­ur ásakað for­sæt­is­ráðherr­ann um ólög­leg af­skipti vegna frum­varps­ins, en hann er sjálf­ur ákærður fyr­ir mút­ur, svik og trúnaðar­brot. And­stæðing­ar frum­varps­ins hafa kallað það leið fyr­ir Net­anya­hu til að fella dóm gegn sjáf­um sér úr gildi, úr­sk­urði hæstirétt­ur hann sek­an um spill­ingu.

Skilti mótmælenda sýnir Netanyahu bak við lás og slá.
Skilti mót­mæl­enda sýn­ir Net­anya­hu bak við lás og slá. AFP

Enn frek­ari mót­mæli brut­ust út á sunnu­dag­inn í kjöl­far ákvörðunar Net­anya­hus um að reka varn­ar­málaráðherra lands­ins, Yoav Gall­ant, eft­ir að hann and­mælti laga­frum­varp­inu af þjóðarör­ygg­is­ástæðum. Kallað var til alls­herj­ar­verk­falls í land­inu í kjöl­far brottrekst­urs Gall­ant, og sögðu gangrýn­end­ur Net­anya­hus brottrekst­ur­inn sýna fram á að ör­yggi þjóðar­inn­ar væri ekki í for­gangi hjá for­sæt­is­ráðherr­an­um.

Á milli steins og sleggju

Seinnipart gær­dags ávarpaði Net­anya­hu þjóðina og hét því að fresta frum­varp­inu og leyfa lengri tíma til umræðna, til að koma í veg fyr­ir frek­ari klofn­ingu í sam­fé­lag­inu. Þá sagði hann frum­varpið verða tekið upp á þingi í apríl í staðinn. Stuttu eft­ir að Net­anya­hu til­kynnti hléið, var end­ir bund­inn á verk­föll­in í land­inu.

Spurn­ing­in er nú hvort Net­anya­hu hverfi al­gjör­lega frá áform­um sín­um um lög­gjöf­ina, í takt við áköll mót­mæl­enda eða komi þeim í gegn á þingi í apríl.

Inn­leiði hann laga­breyt­ing­una í apríl á hann á hættu að mót­mæli og verk­föll brjót­ist aft­ur út með til­heyr­andi af­leiðing­um fyr­ir þjóðarör­yggi, efna­hag og sam­bönd við banda­lags­ríki.  

Hverfi hann hins veg­ar al­ger­lega frá laga­frum­varp­inu á hann það á hættu að vera vikið úr embætti sínu, úr­sk­urði hæstirétt­ur hann sek­an um spill­ingu eða að banda­menn hans í rík­is­stjórn dragi sig úr sam­starf­inu og hrindi af stað kosn­ing­um, sem hann gæti tapað í kjöl­far mót­mæl­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka