Skildi eftir stefnuyfirlýsingu

Skotárás átti sér stað í skóla í Nashville í gær. …
Skotárás átti sér stað í skóla í Nashville í gær. Þrjú níu ára börn og þrír fullorðnir létust. AFP/Seth Herald

Árás­armaður­inn sem stóð að baki skotárás­inni í Nashville, í Tenn­essee-ríki í Banda­ríkj­un­um, var 28 ára að aldri. Hann var skot­inn til bana af lög­reglu á vett­vangi, en við hús­leit fund­ust kort og stefnu­yf­ir­lýs­ing sem tengd­ust bæði árás­inni. 

Þrjú börn og þrír full­orðnir lét­ust í árás­inni.

Árás­armaður­inn reynd­ist vera trans

Fyrr var greint frá því að árás­armaður­inn hafi verið kona en frek­ari skoðun á sam­fé­lags­miðlum árás­ar­manns­ins leiddi í ljós að hann notaðist við karl­kyns for­nöfn. Notaði hann nafnið Ai­den Hale.

Við rann­sókn hef­ur lög­regla kom­ist að því að hann hafi áður verið nem­andi við skól­ann, en ekki er vitað á hvaða árum.

Skotárás átti sér stað í skóla í Nashville í gær. …
Skotárás átti sér stað í skóla í Nashville í gær. Þrjú níu ára börn og þrír full­orðnir lét­ust. AFP/​Seth Her­ald

Fundu kort af skól­an­um 

Við hús­leit á heim­ili hans fann lög­regla vís­bend­ing­ar sem bentu til þess að um skipu­lagða árás væri að ræða.

„Við erum með stefnu­yf­ir­lýs­ingu, við erum með skrif sem við erum að skoða,“ sagði John Dra­ke, lög­reglu­stjóri í Nashville, og bætti við að kort hafi einnig fund­ist sem sýndi ná­kvæm­lega hvernig árás­in átti að þró­ast. Hafði hann hug á að ráðast á fleiri staði en skól­annn.

Rann­sókn lög­reglu stend­ur yfir. „Það eru, akkúrat núna, til­gáta í lofti sem við get­um tjáð okk­ur um seinna en hún er ekki staðfest,“ sagði Dra­ke.

Börn úr skólanum hitta foreldra sína aftur.
Börn úr skól­an­um hitta for­eldra sína aft­ur. AFP/​Seth Her­ald

Spurður hvort kyn­vit­und árás­ar­manns­ins gæti tengst því að hann ákvað að ráðast inn í skól­ann sagði Dra­ke að lög­regla velti fyr­ir sér kenn­ing­um um það.

Fyrr í mánuðinum voru kyn­leiðrétt­ing­araðgerðir á börn­um bannaðar í rík­inu sem og drag­sýn­ing­ar gerðar ólög­leg­ar. 

Móðir sækir börn sín í skólann eftir skotárásina.
Móðir sæk­ir börn sín í skól­ann eft­ir skotárás­ina. AFP/​Seth Her­ald

Þrjú níu ára börn meðal lát­inna

Meðal fórn­ar­lambanna voru þrjú börn sem aðeins voru níu ára að aldri, Evelyn Dieckhaus, Hallie Scruggs, and William Kinn­ey. Á meðal lát­inna eru einnig stuðnings­full­trú­inn Mike Hill, for­falla­kenn­ar­inn Cynt­hia Peak og skóla­stýr­an Kat­her­ine Koonce.

Hér fyr­ir neðan má sjá upp­töku af fundi lög­reglu­stjóra við fjöl­miðla. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka