Neitaði að tjá sig um Trump

Joe Biden ræðir við fjölmiðla fyrir utan Hvíta húsið í …
Joe Biden ræðir við fjölmiðla fyrir utan Hvíta húsið í morgun. AFP/Saul Loeb

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti vildi ekki tjá sig um ákær­una gegn for­vera sín­um í embætti, Don­ald Trump.

Trump er fyrsti fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna il að vera ákærður fyr­ir glæp.

Biden, sem var á leið í dags­ferð til banda­ríska rík­is­ins Mississippi, vildi ekki svara þó nokkr­um spurn­ing­um blaðamanna um ákær­una fyr­ir fram­an Hvíta húsið í morg­un.

Ákæru­dóm­stóll á Man­hatt­an ákvað í gær­kvöldi að ákæra Trump í tengsl­um við meint­ar mútu­greiðslur hans til klám­mynda­leik­kon­unn­ar Stor­my Daniels.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka