Íbúafjöldinn í ESB að ná hámarki

Frá Dublin í Írlandi.
Frá Dublin í Írlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­kvæmt nýrri mann­fjölda­spá Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, mun íbú­um ESB-ríkja fækka um millj­ónatugi á öld­inni. Nán­ar til­tekið er gert ráð fyr­ir að íbú­um ríkj­anna fækki um 6% frá árs­byrj­un 2022 til árs­ins 2100. Þar sem þessi spá nær mjög langt fram í tím­ann er óviss­an vit­an­lega mjög mik­il.

Fram kem­ur á vef Eurostat að reiknað er með að íbúa­fjöldi í ríkj­um ESB nái há­marki árið 2026, þegar um 453 millj­ón­ir manna muni búa í þess­um ríkj­um, alls 27 að tölu. Síðan byrji íbú­um að fækka og verði íbúa­tal­an kom­in niður í 420 millj­ón­ir árið 2100.

Kort/​mbl.is

Stríðið í Úkraínu er sagt hafa áhrif á íbúa­fjölg­un­ina til skemmri tíma. Fjöldi flótta­manna frá Úkraínu hafi enda flutt til ríkja sam­bands­ins.

Hef­ur verið áætlað að yfir átta millj­ón­ir manna hafi flúið landið.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert