Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, mun íbúum ESB-ríkja fækka um milljónatugi á öldinni. Nánar tiltekið er gert ráð fyrir að íbúum ríkjanna fækki um 6% frá ársbyrjun 2022 til ársins 2100. Þar sem þessi spá nær mjög langt fram í tímann er óvissan vitanlega mjög mikil.
Fram kemur á vef Eurostat að reiknað er með að íbúafjöldi í ríkjum ESB nái hámarki árið 2026, þegar um 453 milljónir manna muni búa í þessum ríkjum, alls 27 að tölu. Síðan byrji íbúum að fækka og verði íbúatalan komin niður í 420 milljónir árið 2100.
Stríðið í Úkraínu er sagt hafa áhrif á íbúafjölgunina til skemmri tíma. Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu hafi enda flutt til ríkja sambandsins.
Hefur verið áætlað að yfir átta milljónir manna hafi flúið landið.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.