Netanyahu í hefndarhug

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP/Ronen Zvulun

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að óvinir lands hans muni þurfa að borga fyrir árásir gegn Ísrael í kjölfar þess að 34 eldflaugum var skotið frá Líbanon til Ísraels í dag.

„Við munum ráðast á óvini okkar og þeir munu borga fyrir hvaða fjandsamlega verknað sem þeir framkvæma,“ sagði Netanyahu á ríkistjórnarfundi í dag.

Ísraelsmenn segja það vera yfir allan vafa hafið að eldflaugunum sem skotið var á Ísrael í dag hafi verið frá Palestínumönnum.

Ofbeldi í Al-Aqsa

Ísraelsmenn voru gagnrýndir fyrir ofbeldi gegn múslimum í Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem í gærmorgun. 

Vopnaðir ísraelskir lögreglumenn brutust inn í moskuna í þeim tilgangi að handsama unga lögbrjóta sem þeir sögðu að höfðu lokað sig inni í moskunni. 

Að minnsta kosti 350 manns voru handteknir af lögreglunni, sem hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að berja fólk með kylfum og að beita reyksprengjum.

Átakasvæði síðustu áratugi

Al-Aqsa mosk­an er í aust­ur­hluta Jerúsalem á Musterishæð.

Svæðið er helgur staður bæði fyrir gyðinga og múslima en þar hefur síðustu áratugi margsinnis komið til átaka á milli trúarhópanna.

Gyðingar trúa að á Musterishæð hafi Abraham ætlað að fórna Ísaki syni sínum Guði. Múslimar trúa að Múhameð spámaður hafi risið til himna á hæðinni á vængjuðum hesti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert