Bóluefni gegn krabbameini verði tilbúið fyrir 2030

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna stendur nú að því að þróa brautryðjandi ný bóluefni sem munu koma til með að virka gegn krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og sjálfsofnæmi. Að sögn forsvarsmanna lyfjafyrirtækisins munu bóluefnin bjarga milljónum mannslífa og verða komin á markað fyrir árið 2030.

Dagblaðið The Guardian greinir frá þessu.

Vísindamennirnir á bak við bólefnin segja þau hafa þróast með ótrúlegum hraða og segja að fimmtán ára virði af vinnu hafi skyndilega þotið áfram á tólf til átján mánuðum þökk sé bóluefninu sem var þróað vegna kórónuveirufaraldursins. Nýju bólefnin byggja á mRNA-tækni en bóluefnið gegn kórónuveirunni byggist á sömu tækni.

Bóluefnin sérsniðuð að þörfum sjúklinga

Að sögn Paul Burton, yfirmanns læknadeildar fyrirtækisins, mun fyrirtækið geta notað bóluefnin gegn ýmsum sjúkdómum innan fimm ára. Hann segir að fyrirtækið muni geta boðið upp á sérsniðin bóluefni gegn margskonar krabbameinum. Bóluefnið mun þá kenna frumum líkamans að búa til prótein sem virkir ónæmiskerfið gegn nánar tilgreindum sjúkdómum.

Hann telur jafnvel að mRNA tæknin muni koma til með að útvega meðferð gegn sjúkdómum sem áður voru áður taldir ólæknandi. „Ég held að eftir tíu ár muni blasa við okkur heimur þar sem þú munt auðveldlega geta staðsett upptök sjúkdóma í genamenginu og klippt það út og svo gert við það með hjálp mRNA-tækni,“ er haft eftir Burton í frétt Guardian.

Læknar munu þá koma til með að taka vefjasýni úr æxlum í fólki og senda til greiningar. Þegar niðurstaða úr greiningunni lægi fyrir yrði hún notuð til að sérsníða mRNA-meðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert