Biden hyggst bjóða sig fram

Biden ræddi við blaðamenn í dag við árlega páskahátíð sem …
Biden ræddi við blaðamenn í dag við árlega páskahátíð sem haldin er í Hvíta húsinu. AFP/Andrew Caballero-Reynolds.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst bjóða sig aftur fram til forseta. Þetta kom fram í máli hans í viðtali sem hann veitti Today á NBC í dag.

Í viðtalinu sagði forsetinn að áætlun hans væri að bjóða sig aftur fram, en að hann væri ekki tilbúinn að tilkynna um það strax.

Kosningar á næsta ári

Biden hefur áður ýjað að því að hann ætli að bjóða sig aft­ur fram.

Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga í nóv­em­ber á næsta ári. 

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mun gefa kost á sér til forseta. Hann tapaði síðustu forsetakosningum fyrir Biden.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert