Mannskæð skotárás í borginni Louisville

Lögreglumaður að störfum í Louisville. Búið er að girða svæðið …
Lögreglumaður að störfum í Louisville. Búið er að girða svæðið af. AFP/Luke Sharrett

Að minnsta kosti fimm eru látn­ir eft­ir skotárás í banda­rísku borg­inni Louis­ville í rík­inu Kentucky. Sex til viðbót­ar eru særðir og hafa verið flutt­ir á sjúkra­hús, þar á meðal lög­regluþjónn.

Árás­armaður­inn er lát­inn. Ekki er ljóst hvernig hann dó.

„Fón­ar­lömb­in eru mörg,“ sagði í tísti frá lög­regl­unni á Twitter þar sem íbú­ar voru hvatt­ir til að halda sig fjarri miðborg­inni.

Svæðið hefur verið girt af.
Svæðið hef­ur verið girt af. AFP/​Luke Shar­rett

Rík­is­stjór­inn Andy Bes­hear sagðist á Twitter vera á leiðinni á vett­vang glæps­ins og bætti við: „Endi­lega biðjið fyr­ir fjöl­skyld­um þeirra sem lentu í árás­inni og fyr­ir borg­inni Louis­ville“.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

AFP/​Luke Shar­rett
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert