Mannskæð skotárás í borginni Louisville

Lögreglumaður að störfum í Louisville. Búið er að girða svæðið …
Lögreglumaður að störfum í Louisville. Búið er að girða svæðið af. AFP/Luke Sharrett

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir skotárás í bandarísku borginni Louisville í ríkinu Kentucky. Sex til viðbótar eru særðir og hafa verið fluttir á sjúkrahús, þar á meðal lögregluþjónn.

Árásarmaðurinn er látinn. Ekki er ljóst hvernig hann dó.

„Fónarlömbin eru mörg,“ sagði í tísti frá lögreglunni á Twitter þar sem íbúar voru hvattir til að halda sig fjarri miðborginni.

Svæðið hefur verið girt af.
Svæðið hefur verið girt af. AFP/Luke Sharrett

Ríkisstjórinn Andy Beshear sagðist á Twitter vera á leiðinni á vettvang glæpsins og bætti við: „Endilega biðjið fyrir fjölskyldum þeirra sem lentu í árásinni og fyrir borginni Louisville“.

Fréttin hefur verið uppfærð.

AFP/Luke Sharrett
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert