Leiðtogi lítils spjallhóps, þar sem glás af bandarískum leynigögnum var lekið á síðustu mánuðum, er 21 árs gamall karlmaður sem starfar fyrir njósnadeild þjóðvarðliðsins í Massachusetts.
Þetta sýna viðtöl og gögn sem dagblaðið New York Times hefur farið yfir, í samvinnu við blaðamann rannsóknarmiðilsins Bellingcat.
Maðurinn, Jack Teixeira að nafni, var yfir einkaspjallhópi sem nefndist Thug Shaker Central.
Þar komu saman um 20-30 manns, að mestu ungir karlmenn og táningar, og deildu ást sinni á skotvopnum, rasísku jarmi (e. meme) og tölvuleikjum.