Síðustu kjarnorkuverunum lokað

Kjarnorkuverinu í Neckarwestheim verður lokað í dag. Um 4 þúsund …
Kjarnorkuverinu í Neckarwestheim verður lokað í dag. Um 4 þúsund manns búa í Neckarwestheim og þar af vinna rúmlega 150 í verinu. AFP/Ina Fassbender

Raf­orku­fram­leiðslu verður hætt í dag í þeim þrem­ur kjarn­orku­ver­um sem eft­ir eru í rekstri í Þýskalandi. Hvít­ir gufu­bólstr­ar munu þá hætta að stíga upp frá orku­ver­un­um í Neckarwestheim ná­lægt Stutt­g­art, Isar 2-ver­inu í Bæj­aralandi og Ems­land-orku­ver­inu í norður­hluta lands­ins.

Upp­haf­lega átti að byrja að loka ver­un­um þrem­ur um síðustu ára­mót en því var frestað vegna orkukrepp­unn­ar í Evr­ópu í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu.

Raun­ar hafa stjórn­völd í mörg­um vest­ræn­um lönd­um ákveðið að færa út kví­arn­ar í raf­magns­fram­leiðslu með kjarn­orku en Þjóðverj­ar halda fast við áætlan­ir sem voru gerðar í byrj­un ald­ar­inn­ar um að loka kjarn­orku­ver­un­um. Því ferli var flýtt eft­ir kjarn­orku­slysið í Fukus­hima í Jap­an árið 2011. Ang­ela Merkel, þáver­andi kansl­ari Þýska­lands, sagði þá að það sýndi að jafn­vel í há­tækni­væddu ríki á borð við Jap­an væru kjarn­orku­ver ekki ör­ugg.

Skoðanir kjarn­orku­and­stæðinga höfðu mik­inn hljóm­grunn í Þýskalandi meðan á kalda stríðinu stóð og í kjöl­far kjarn­orku­slyss­ins í Tsjernó­býl árið 1986 og því naut áætl­un­in um lok­un kjarn­orku­ver­anna al­menns stuðnings í Þýskalandi. En þegar Þjóðverj­ar hættu að geta treyst á ódýrt gas frá Rússlandi eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu og orku­verð snar­hækkaði fór al­menn­ings­álitið að breyt­ast.

„Vegna hækk­andi orku­verðs og mik­ill­ar umræðu um lofts­lags­breyt­ing­ar hafa að sjálf­sögðu komið fram kröf­ur um að kjarn­orku­ver­in verði rek­in áfram,“ seg­ir Jochen Winkler, bæj­ar­stjóri Neckarwestheim, við AFP-frétta­stof­una.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert